<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 04, 2006

Guttormur... 

...eða Gutti er víst ekkert frumlegt nafn á gæludýr. Ég fletti upp báðum nöfnunum í tölvuskrá Dagfinns dýralæknis, og þar voru ógrynni hunda, katta og hamstra sem hétu þessu nafni.

Í vikunni kom á stofuna Guttormur Pálsson, kallaður Gutti, myndarlegt fress með brotna kló. Páll Óskar nokkur Hjálmtýsson var eigandinn. Mér fannst svo sniðugt að þessi Gutti var skráður sem Guttormur Pálsson, svo ég hermdi og skráði Gutta okkar í kattaskrá Reykjavíkurborgar sem Guttorm Ásbergsson. Algjör hermikráka.

Annars er hann Gutti, Guttelíus, Guttormur, tígrisdýrið, tiger eða dýrið eins og við köllum hann, bara hress og kátur. Hann fór í sína fyrstu bólusetningu í vikunni og var "strikamerktur" í leiðinni. Nú er hann sem sagt með lítið örmerki undir húðinni svo það þarf ekki annað en að skanna hann til að sjá hvar hann á heima og hver eigandinn er.

Gutti ber nafnið með sóma og er alltaf að gera prakkarastrik. "Hvað varst þú að gera Gutti, geturðu ekki skammast þín?" fer bara inn um annað og út um hitt. Það er víst ekki það sama að ala upp kött eins og hund er ég búin að komast að. Kötturinn fer sínar eigin leiðir.

Frændi minn hann Brynjólfur er að fermast í dag. Ég vil nota tækifærið og óska honum innilega til hamingju með fermingardaginn. Ég er á vakt núna um helgina og komst þess vegna því miður ekki, en ég vona að fermingardagurinn verði ánægjulegur. Knús frá Freyju frænku.


Guttormur Ásbergsson


Smelly cat..smelly cat... varð að skella honum aðeins í þvottavélina!!

Svo er hann með góðan tónlistarsmekk. Það er voða gott að sofa ofan á græjunum.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter