<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 02, 2006

"Jeg forstår ikke hvad du siger" 

...var það fyrsta sem svæfingarhjúkrunarkonan sagði við mig.
"Ég sagði að ég man ekkert hvað mig var að dreyma, en það var eitthvað skemmtilegt. Talarðu ekki íslensku?"
Svo áttaði ég mig eitthvað aðeins og sagði:
"Er du dansk?"
"Ja" svaraði hjúkrunarkonan og hló.
"Ja men du snakkede islandsk før... I snakkede allesammen islandsk... hvor er jeg henne??"

Hjúkrunarkonunni fannst víst ráðlegra að sækja mömmu mína á þessu stigi málsins. Mömmu tókst að koma mér í skilning um að við værum staddar í Danmörku. Ég var greinilega alveg rugluð, hef aldrei verið svæfð svona áður. En ég var mjög fegin, því mig langaði ekki að upplifa aðra kjálka-aðgerð vakandi, eins og í janúar. Í þetta skiptið dreymdi mig bara eitthvað fallegt, sem ég reyndar man ekki, en það er allt í lagi. Nú verð ég bara að bíða og vona að þetta sé í síðasta skipti sem ég þarf að fara í svona aðgerð, þó að tannlæknirinn hafi ekki verið alveg viss. Hann ráðlagði mér að hitta tannsérfræðing á Íslandi sem hann þekkir. "Og hann snakker islandsk..!!" sagði hann við mig í gríni.

Hlakka mikið til að komast aftur á Nönnugötu 8 til Gutta litla og Ásbergs.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter