<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 11, 2006

Clear your Clutter 

eftir Karen Kingston er frábær bók sem ég mæli með handa öllum. Sérstaklega dröslurum eins og mér. Mamma benti mér á þessa bók af því að ég var að barma mér yfir því að ég þyrfti að taka til í geymslunni, og velja hvað ég ætlaði að taka með mér til Íslands. Mér finnst það alltaf óyfirstíganlegt verkefni í hvert sinn sem ég þarf að taka til, og það er eiginlega alltaf drasl í kringum mig. En þökk sé bókinni (sem er by the way fljótlesin) þá tókst mér á örstuttum tíma að fylla 6 svarta ruslapoka með drasli sem ég henti, og aðra 6 ruslapoka með fötum og skóm sem ég gaf til Rauða krossins. Og þetta var þvílíkur léttir...það var gjörsamlega þungu fargi af mér létt! Héðan í frá ætla ég að gera þetta reglulega, og ekki leyfa mér að safna svona miklu óþarfa drasli í kring um mig.

Ég er líka svona týpa (eða hef allavega verið síðastliðin 7 ár) sem er alltaf að flytja og á ferð og flugi. Mamma var einmitt að spurja mig áðan hvar ég ætti nú eiginlega heima núna. Ég svaraði "Nönnugötu 8, 101 Reykjavík". Og hún skrifaði þetta niður í símabókina.... á nýja blaðsíðu. Ég held að heimilisföngin mín séu farin að fylla hálfa símabókina. Pabbi sagði: "þú ert meira að segja farin að slá út Höllu systur, hún var nú lengi vel með vinninginn í símabókinni!"

En sem sagt, meðan ég lifi svona flækingslífi þá verða einkunnarorð mín "Keep it simple"
(ég ætla allavega að reyna ;-)

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter