miðvikudagur, maí 18, 2005
Má bjóða þér tyggjó?
Ég átti erfitt með að einbeita mér í danstíma í dag. Tangólíus vinur minn getur verið soldið andfúll stundum, en í dag var það sérstaklega slæmt. Úff! Og ekki getur maður sagt það beint út... eða það er allavega eitt af því sem ég get ekki sagt við fólk nema ég þekki það vel. Og ég var ekki með tyggjó á mér, er því miður búin að klára extra-kartonin tvö sem ég keypti í fríhöfninni um jólin. (ég er tyggjó fíkill)
Annars gekk bara ágætlega í tímanum. Ég get samt örugglega verið frekar óþolandi dansfélagi, ég er nefnilega svo óþolinmóð og vil fá að stjórna. Og ég á erfitt með að skilja þegar dansherrann getur ekki lært sporin um leið... þetta er jú svo auðvelt!
Greyið Tangólíus litli að vera með svona erfiða dömu.
-
Annars gekk bara ágætlega í tímanum. Ég get samt örugglega verið frekar óþolandi dansfélagi, ég er nefnilega svo óþolinmóð og vil fá að stjórna. Og ég á erfitt með að skilja þegar dansherrann getur ekki lært sporin um leið... þetta er jú svo auðvelt!
Greyið Tangólíus litli að vera með svona erfiða dömu.
-