<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 15, 2005

Ég veit hvað ég ætla að gera... 

...þegar ég verð stór!

ÉG er orðin svo þreytt á eilífum spurningum um hvað ég ætli að gera þegar ég klára námið. Já því það er jú að styttast í það, ég komst að því í dag að mig vantar aðeins 36 einingar!!

Áður fyrr var planið alltaf bara að fylgja Mikkel þó það væri á hjara veraldar, og ég myndi örugglega fá vinnu sem dýralæknir. En nú fæ ég spurningar í sí og æ: "Ætlarðu að flytja til Íslands?" "Ætlarðu að reyna að fá vinnu í Kaupmannahöfn" "Hvernig dýralæknir viltu verða?" "Hvar ætlarðu að sækja um vinnu?" Hvar ætlarðu að búa?"
Og ég er að verða gráhærð því ÉG VEIT EKKI SVARIÐ!!! Og mig langar satt að segja ekkert að pæla neitt of mikið í því. Ég er frekar bjartsýn manneskja að eðlisfari og hlutirnir reddast yfirleitt einhvern veginn.

En héðan í frá verður svarið:
"Ég ætla að fara til Mexíkó og vinna sem sjálfboðadýralæknir!"

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter