<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 02, 2005

Fiskur nr.1: Herra Tóni 

Hendurnar skulfu eilítið meðan ég hélt kaffibollanum upp að vörunum. Ókunnugi dökkhærði maðurinn á móti horfði beint í augun á mér meðan hann talaði og ég byrjaði að svitna í lófunum.
Úff hvað það er erfitt að einbeita sér að því að drekka, hlusta af athygli, reyna að hugsa upp eitthvað sniðugt að segja og vera sæt allt á sama tíma. Hvað ef ég myndi svelgjast á kaffinu – bollinn rynni úr höndunum á mér – heitt kaffið skvettist í kjöltuna – og þá myndi mér bregða svo mikið að ég stæði upp og hrinti borðinu á hann – og svo yrðum við að fara upp á slysó með annars stigs brunasár.
Gvvvuuuuð hvað það yrði vandræðalegt...

Úps nú hætti hann að tala...var hann að spurja mig um eitthvað...jiiiii hvað á ég að segja, ég gleymdi alveg að fylgjast með því hvað hann var að tala um. Ehhhhhhehhh, kannski ef ég kinka kolli þá.......
.... já hjúkket það virtist passa inn. Ok Freyja, einbeita sér, leggja bollann frá sér hægt og rólega...hlusta...segja eitthvað, segja eitthvað, segja hvað?

“Já ég var nefnilega úti að ferðast í Suður Ameríku....þess vegna tók ég smá hlé á náminu”
Bla bla bla
“Varstu í alvöru að vinna með apa? Vá apar eru alveg frábærir.... Hey það væri ekkert smá sniðugt að gera rannsókn á því hvort og hvernig apar skynja tónlist!”
“Já eigum við ekki bara framkvæma svoleiðis rannsókn eftir nokkur ár?? Það gæti verið áhugavert...dýralæknir og tónlistarmaður að vinna saman!”
Hjehjehje blablabla hahaha hehe

Og eftir það var stemningin mikið afslappaðri, og mitt fyrsta stefnumót ever með einhverjum sem ég þekkti varla neitt og hafði aldrei kysst heppnaðist bara vel og án allra stóráfalla!!

(átti sér stað 12.mars 2005)

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter