<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Enn meiri sauðburður... 

Við tókum þrjú lömb með keisaraskurði áðan.
Móður og "börnum" heilsast vel (2 hrútar og 1 gimbur).

En svo var ein sem fæddi 4 lömb, og eitt þeirra er mjög veikburða og kallt. Ég er búin að reyna að fá "råmælk" (vill einhver þýða það fyrir mig)í litla lambið en það gengur erfiðlega. Nú er ég búin að setja það í hitakassa og bíð átekta. Verð að kíkja á það rétt bráðum og gefa því meiri mjólk.

Þetta minnir mig á fyrir mörgum árum síðan, þegar Anna Margrét frænka mín setti veikburða lamb inn í bakarofninn á Sölvabakka. Lambið lifði því miður ekki af og Anna Magga greyið brast í grát. Það er efni í góðan bónda sem þykir svona vænt um dýrin sín....enda er hún bóndi á Sölvabakka í dag!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter