<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 13, 2005

stíft prógramm 

Með aðeins 85 tíma til ráðstöfunar á Íslandi mátti ég engan tíma missa, svefn flokkaðist því undir óþarfa tímasóun.

Fimmdudagurinn var helgaður Maju, Guðrúnu og Sólrúnu. Bestu vinkonur sem hægt er að hugsa sér. Maja litla var á leiðinni í rómantíska helgarferð til Boston með honum Dassa sínum, en ég náði sem betur fer að hitta hana smá.

IDOL var auðvitað málið á föstudagskvöldið, sá það með Sólinni og Fríðu systur. Fyndið hvað þetta er vinsælt á Íslandi, í Danmörku er mjög leim að viðurkenna að maður horfi á Idol. Er náttúrulega búið að vera allt of mikið af þessum þáttum þar: Idol, Popstars, Stjerne for en aften og fleira. Ég horfi svona á það í laumi öðru hvoru, en nú er ég búin að fá skýringuna af hverju mér finnist svona gaman að þessu. Ég er Íslendingur.

Fríða kynnti mig fyrir íslensku næturlífi á föstudagsnóttina. Jú ég hef auðvitað djammað á Íslandi áður, en það var "i den" og nú var kominn tími til skoða þetta allt upp á nýtt. Ég ætlaði reyndar bara að vera róleg og "ekki vera lengi" og "bara drekka smá". En það er auðvitað ekki hægt þegar systir mín er annars vegar. Við fórum á Ölstofuna, Vegamót, Sólon, Prikið, einn hræðilegan stað sem ég man ekki hvað heitir, Pravda og svo enduðum við á Glaumbar. Ég staulaðist svo heim um 6 leitið.

Ég reyndi að ignora þynnkuna á laugardeginum og dreif mig í smá fjölskyldu hittelsi á Hótel Borg, eftir aðeins 4ra tíma svefn. Svo lá leiðin á Meistaravellina til Siggu Pé og það var nú meget hyggeligt. Sigga alltaf jafn hress.

Svo var innflutningspartý hjá Guðrúnu um kvöldið og það var svaka stuð. Skemmtilegur kokteill af ættingjum Guðrúnar, skiptinemum, gömlum MR-ingum og svo aðrir vinir Guðrúnar sem ég hef aldrei séð áður. M.a. 4ði kynþokkafyllsti karlmaður Íslands og bloggari með meiru... Hann var með stæla og hótanir um að setja mig á svartan lista bloggara. Veit nú ekki af hverju...ég var kannski eitthvað að kynda smá í honum, en ég hvet alla trygga lesendur bloggsins míns (ca 7 talsins) að bojkötta bloggið hans Gumma Jóh!! HVER ER ÞAÐ??! Já einmitt það sem ég vildi segja.

Já og svo kíktu Lalli og Óli í partýið í 5 mínútur. Skemmtilegir endurfundir, hef ekki séð þá í að minnsta kosti 6 ár... og það er örugglega ennþá lengra síðan. Vildi auðvitað festa þessa yndislegu stund á filmu, eða hvað segir maður nú til dags.. stafrænt minniskort..neeeeee, hljómar ekki eins vel. En sem sagt myndavélin neitaði, kannski var myndefnið ekki nógu gott, no affence hehe.

Svo lá leiðin niður í bæ eftir að hafa kvatt húsráðandann "Sleeping beauty". Tjúttuðum fram í rauðan dauðann á Hressó...ansi hressilegur staður.

Á sunnudeginum var ég farin að líkjast vofu..var svo þunn og þreytt að ég var næstum því glær. En það var ekkert elsku mamma, var bókuð í kaffiboð hjá æskuvinkonu minni henni Jóhönnu Svölu. Jóhanna og Anna voru búnar að útbúa hinar mestu kræsingar, og það var alveg æðislegt að sjá þær og litlu krílin þeirra og bumburnar. Takk fyrir þetta stelpur, við verðum að hittast aftur í sumar.
Svo var hittelsi með Bergrós og Helgu síðasti dagskrárliður. Þar gleymdi ég alveg að draga upp myndavélina...en það var kannski eins gott, við vorum allar þrjár svo þunnar og þreyttar að það hefði verið frekar myglað myndefni.

Flaug síðan heim eldsnemma í morgun og hitti fyrir algjöra tilviljun hana Önnu Kristínu og litlu dóttur hennar. Fékk að sitja við hliðina á þeim í vélinni og það var voða skemmtilegt.

Jæja þetta var sem sagt helgin eins og hún lagði sig.... og nú ætla ég líka að leggja mig enda komið miðnætti og ég er vægast sagt úrvinda. Myndirnar frá helginni koma á morgun! Góða nótt.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter