<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

húsfundur 

Í dag var svo hinn árlegi húsfundur. Þar var eins og venjulega rifrildi milli ellilífeyrisþeganna og okkar námsmannanna. Hápunkturinn varð þó hinn eilífi ágreiningur um hundahald og hvort að kúkurinn í garðinum sé eftir ref eða einn af hundunum okkar. Ég gat auðvitað ekki setið á mér og varð að minnast á óréttlátar skammir í minn garð frá ónefndri gamalli konu sem stödd var á fundinum. Ég fann ískallt augnaráð umræddrar konu á mér, en svo tóku aðrir í sama streng og nefndu dæmi um óþarfa skammir og skapvonsku eldri búanna.

En sem sagt, nú er ég allt í einu komin í hússtjórn, með sæti næstu tvö árin. En það var alls ekki ætlunin... ég mætti bara til þess að fá ókeypis smørrebrød og gos.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter