<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Hár rafmagnsreikningur 

Ég verð að viðurkenna að mér finnst ekkert skemmtilegt að búa ein. Það getur oft verið einmanalegt að búa fjarri heimalandinu alveg alein í lítilli íbúð á Frederiksberg. Yfirleitt hef ég búið með vinkonu, gæludýri eða kærasta (líka nokkurs konar gæludýr!!). En nú er ég EIN OG YFIRGEFIN!!

Þetta er meira að segja svo slæmt að ég á erfitt að koma heim í tóma íbúðina með öll ljós slökt. Þá dynur yfir mig sorgin og einmanaleikinn og ég kjökra "enginn tekur á móti mér búhúhúúúúú".

Það er ennþá soldið fast í mér, síðan ég var hundaeigandi, að skilja eftir ljósin kveikt áður en ég fer út. Og þá kom Míó alltaf og tók á móti mér með allri þeirri lífsgleði sem til var í hans litla kroppi "jibbí mamma þú ert komin heim, ég er búin að sakna þín elsku mamma mín..!" Eða það var allavega það sem ég ímyndaði mér að hann væri að reyna að segja.

En sem sagt, ég skil ennþá af og til eftir ljósin kveikt, og hef alltaf kveikt á tölvunni og skil jafn vel útvarpið eftir í gangi, þegar ég fer út. Þá finnst mér einhvern veginn eins og það sé einhver heima þegar ég kem aftur...... ég er skrítin ég veit.

Og þó að ég borgi hærri rafmagnsreikning en ella.... þá er það þess virði. Hamingjan er ekki mælanleg í peningum, og ef það eru útvarpsraddir og ljós sem þarf til, til að gera mig hamingjusama, þá er það réttlætanlegt í mínum augum.



"I never married
never had those kids
I loved too many
now heaven´s closed its gates"

Emiliana Torrini
(nýi diskurinn hennar er frábær!)

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter