miðvikudagur, febrúar 09, 2005
Ég hata að pakka
Mér finnst ofsalega gaman að ferðast. Og ekki síst til Íslands því ég hlakka svo til að knúsa mömmu og pabba og systkini mín, og svo hitta allar vinkonurnar. En þrátt fyrir alla tilhlökkunina þá nenni ég aldrei að draga ferðatöskuna fram og pakka niður, fyrr en á síðustu stundu. Af hverju finnst mér svona leiðinlegt að pakka niður, ég veit það eiginlega ekki. Það er ekki eins og það sé eitthvað erfitt....
-
-