<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Fastelavn er mit navn..boller vil jeg have...hvis jeg ikke boller får...så laver jeg ballade 

Ég hlakka svo til að verða gömul kona. Ég ætla að vera svona skemmtileg amma og barnabörnin vilja alltaf koma í heimsókn. Og á sunnudögum koma öll börnin og barnabörnin í kaffi/kakó og pönnukökur og þá er glatt á hjalla!!

Bara svona smá framtíðarsýn.....ég er nátttlega bara 26 ára svo það er væntanlega soldið langt í að verða amma.

Það er Fastelavn í Danmörku í dag. Fattaði það þegar ég fór í bakaríið og það var brjálað að gera, allir að kaupa fastelavns-boller. Ég keypti nú bara mjólk og súkkulaðibitaköku. Á heldur engan búning eða neitt..... svo ég býst nú ekkert við að taka þátt í þessum fastelavns-hátíðarhöldum þetta árið, hehe.

Þetta er annars búið að vera alveg frábær helgi. Enginn skólalærdómur, engin vinna og engar áhyggjur eða samviskubit yfir að vera ekki nógu dugleg. Fór í bíó með Huldu á föstudagskvöldið, á "Closer". Mæli með henni. Í gær kom Rósa í þriggja rétta máltíð hjá mér og við horfðum á "Den eneste ene" í sjónvarpinu. 4ða sinn sem ég sé þá mynd....hún er alltaf jafn sæt. Og svo er ég búin að fara í líkamsrækt bæði í gær og í dag: ÓGISLEGA DUGLEG MAR

Og í kvöld er ég að fara á smá deit.... en það er leyndó með hverjum....

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter