<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 21, 2005

Fagur fagur fiskur í sjó.... 

Ég veit alveg að það eru fleiri fiskar í sjónum... meira að segja fullt af þeim. Ég nenni bara ekki að kynnast öllum þessum fiskum. Sumir fiskar virðast vera skemmtilegir við fyrstu kynni, en eru síðan bara leiðinlegir. Svo eru til fallegir og litríkir fiskar, en oft býr flagð undir fögru skinni. Hvernig á maður eiginlega að sortera í þessu fiskaúrvali?

Hvað á ég svo að gera ef ég hitti fisk sem virðist vera fullkominn að öllu leyti, og viðkomandi fisk líst einnig vel á mig, en svo kemst ég að því að hann er með ofnæmi fyrir dýrum???
(þetta er bara svona teoretískt dæmi, ég er ekki að segja að ég sé búin að hitta einhvern fisk!!)

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter