<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 25, 2005

Það er leikur að læra 

Gærdagurinn markaði tímamót í skólagöngu minni í hinum Konunglega Landbúnaðarháskóla. Í fyrsta sinn í 5 ár var ég í fyrirlestrum þar sem ég hvorki sofnaði né missti einbeitinguna. Ég sperrti eyrun og fylgdist með af miklum áhuga, og tók jafnvel þátt í umræðunum eftir hvern tíma. Og það þrátt fyrir að fyrirlestrarnir hefðu varað frá níu um morguninn til fjögur eftir hádegi.

Hvernig stóð á því?

Ja kannski vegna þess að loksins var fjallað um það sem ég hef haft brennandi áhuga á í gegnum allt námið, en aldrei hefur verið hluti af námsefninu. Efnið var sem sagt: Hundaræktun og öfgar í þeim efnum, siðfræði, og síðast en ekki síst hundaþjálfun og hegðunarvandamál.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter