<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

bumbulínur 

Þetta er eitthvað séríslenskt fyrirbæri að eignast börn meðan maður er í námi. Hér í Danmörku heyrast ekki hamingjuóskir þegar háskólastúlka hvíslar að vinkonum sínum að hún sé ólétt, heldur "ó nei, ertu búin að panta tíma í fóstureyðingu?". Jú reyndar eru bumburnar aðeins farnar að birtast í skólanum mínum núna, en það eru bara stelpurnar sem eru á síðasta ári eins og ég... nú er það sem sagt í lagi að fara að fjölga mannkyninu.
En íslensku dýralæknastelpurnar svíkja ekki föðurlands-hefðina og unga út hver á fætur annarri. Sif var með ungabarn þegar hún byrjaði í náminu, Sunna eignaðist eitt á þriðja ári og er nú ólétt að öðru, Maríanna lék þetta nákvæmlega eftir Sunnu, Hildur er á öðru ári og komin 7 mánuði á leið, og svo var ég að heyra orðróm um að enn ein íslenska stelpan væri ólétt...nefni engin nöfn.
Mér finnst þetta nú bara voða fallegt að íslendingar bjóði öll börn velkomin í heiminn. Sérstaklega ef fólk er í föstu sambandi, þá er námstíminn ekkert verri tími en einhver annar.... jafnvel bara betri.

Eitt að lokum. Hildur er semsagt komin 7 mánuði á leið... en ég komst ekki að því fyrr en í gær að hún væri bomm!! Og hún býr í stigaganginum mínum svo ég sé hana næstum því á hverjum degi. Þetta er einhver sú minnsta bumba sem ég hef nokkurn tíman séð.... ég hefði ekki giskað á meira en 3-4 mánuði.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter