<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Brjálaðir "bílistar" 

Danskir bílstjórar eru upp til hópa óþolinmóðir, óvarkárir og ókurteisir, en eftir að hafa hjólað í þessari borg í 5 og 1/2 ár hef ég samt aldrei lent í öðru eins og í gær. Ég var í sakleysi mínu að hjóla á H.C.Ørstedsvej þegar bílstjórinn við hliðina á mér varð eitthvað óþolinmóður og ákvað að taka fram úr öllum hinum bílunum... tók skyndilega hægri beygju - ég hrökk við og reyndi að koma í veg fyrir árekstur - sem tókst ekki betur til en svo að ég hálfdatt og rak hnéð illa í - og svo strunsaði bíllinn í burtu eftir að hafa verið millimetra frá því að keyra á mig, sem hefur ómögulega getað farið fram hjá viðkomandi bílstjóra. En hvað er svo sem einn hjólreiðamaður til eða frá...!

Fyrir utan þetta leiðinlega atvik er helgin, og þar með talinn föstudagurinn, búin að vera skemmtileg. Ég átti ansi hressilegt viðtal við lífeðlisfræði-prófessorinn á föstudaginn. Og nú er það ákveðið að hann verður leiðbeinandi minn að lokaverkefninu.
Þetta viðtal var nokkurn veginn svona...þýtt yfir á íslenska tungu:

PRÓFESSOR: jæja hvað töluðum við um síðast þegar við hittumst...í nóvember var það ekki?!
FREYJA: emmm...að ég ætti að skoða og skrifa um SK 2 kanaler i hundahjörtum...
PRÓFESSOR(glottandi): já var það ha ha.... það er svo margt búið að breytast síðan í nóvember ha ha ha... við erum nefnilega búin að komast að því að þau í Kaliforníu, sem eru að rannsaka það sama og við, höfðu rangt fyrir sér hje hje hje..... þannig að nú áttu að rannsaka allt annað, nefnilega SK 3 kanaler!!
FREYJA(reyni að virka mjög áhugasöm): nú já en spennandi
PRÓFESSOR(iðar allur í skinninu og getur vart bælt niður hláturinn): já sjáðu til, vísindarannsóknir eru eins og íþróttir. Þeir sem rannsaka það sama eru alltaf að keppast um að vera fyrstir með niðurstöðurnar... og því miður náðu þau í Kalíforníu að vera á undan okkur síðast, eeeeeen nú erum við búin að sanna það að niðurstöður þeirra voru rangar..... þetta voru allan tímann SK 3 kanaler ekki SK 2...hjehjehje...
FREYJA: Jahá, ég get varla beðið eftir því að byrja...
PRÓFESSOR: Jæja það er föstudagur, viltu ekki fá þér einn öl með okkur hinum?
FREYJA: ha jú jú takk...

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter