<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 26, 2004

Jæja, þá er ég orðinn útlærður dýraníðingur.... já eða dýralæknir eða hvað ég á nú að kalla það. Síðasti dagurinn minn á spítalanum var í dag og ég framkvæmdi mína allra síðustu skurðaðgerð sem nemandi, næst verður það sem læknir.... og næst lifir sjúklingurinn vonandi af!! Ok ok ekki taka nein andköf, ég hef gert aðgerðir á allavega 6 köttum á skólaferlinum sem heppnuðust prýðilega. Ástæðan fyrir því að grísinn sem ég skar upp í dag dó, var ekki af því að ég er svona léleg, við einfaldlega aflífuðum greyið litla áður en hann vaknaði upp úr svæfingunni. Það var allan tímann ætlunin því hann var bara tilraunadýr, bara svona til þess að æfa sig.

Þetta er kosturinn við að vera dýralæknanemi en ekki læknanemi. Þegar þú lesandi góður kemur með hundinn eða köttinn þinn til mín til að láta skera hann upp, þá geturðu verið viss um að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég geri slíkt.... ég fékk að æfa mig í náminu.
En ef þú þarft sjálf/-ur að leggjast undir hnífinn - hvernig geturðu verið sannfærð um að læknirinn sem framkvæmir aðgerðina hefur prófað þetta áður? Allir skurðlæknar hafa einhvern tímann gert sína fyrstu aðgerð.... kannski var það á þér???

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter