<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 14, 2004

Röntgen var ágæt. Batnaði aðeins eftir því sem leið á vikuna. Þessi vika er eiginlega búin að vera meira partý en kennsla. Það var afmælisveisla í svæfingum alla vikuna.....því 4 starfsmenn áttu afmæli. Á miðvikudaginn var grillveisla fyrir utan skólann í hádeginu, sem sagt ókeypis hádegismatur. Í gær keypti Dr.Barbee subway og köku fyrir alla í röntgen, því ungverski "residentinn" var að hætta. Og í dag sendi Dr. Barbee okkur út með 100$ seðil og sagði okkur að kaupa ís fyrir alla.

Þessi síðasta vika mín hérna er búin að vera ansi skemmtileg. Við fórum nokkrir krakkar út úr bænum að horfa á stjörnuhrap á mánudagskvöldið. Það var frekar flott. Ég hef aldrei séð svona mörg stjörnuhröp áður. Svo matarboð, sjov og ballade, á miðvikudagskvöldið.

Í gær ætluðum við svo að fara til Moscow að læra Country-Swing-Dancing. Þegar við svo mættum á staðinn var enginn dans, bara nokkrar dragdrottningar að "pósa" fyrir myndatökur. Hmmmm......áhugavert. Svo við keyrðum aftur til Pullman, og fórum að hlusta á æfingu með hljómsveitinni hans Dr.Barbee. Það var brjálæðislega fyndið. Þarna var samankomið hið skrautlegasta lið af smábæjarpakki í innvíðum gallabuxum og með sítt að aftan. Svo byrjuðu þau að spila rock and roll, þar sem greinilegt var að hávaðinn skipti meira máli en gæðin. Tvíburadætur hans Dr. Barbee voru forsöngvarar.........oboy oboy, ég hef aldrei heyrt þvílíka píkuskræki. Og ekki nóg með það, þær sungu af þvílíkri innlifun að þær voru greinilega vissar um að vera tvíburaútgáfan af Celine Dion.

Jæja ég verð að fara að drífa mig, það er BBQ í kvöld, nokkurs konar kveðjupartý fyrir mig. Mikkel kemur líklega líka í kvöld og svo er bara næst á dagskrá: ROAD-TRIP



-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter