<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Helgin var frábær....... Verslunarmannahelgin þeas..... nema bara ég var búin að steingleyma því. Svo sem bara ósköp venjuleg helgi hérna í Ameríku.

En sem sagt, ég fór út að drekka bjór á föstudagskvöldið með öðrum dýralæknanemum og dýralæknum. Fórum á Rico´s..... sem er reyndar eini staðurinn þar sem hægt er að drekka bjór hér í Pullman held ég, svo það var ekki um svo mikið að velja. Svo kom Mikkel, dauðþreyttur eftir 6 tíma keyrslu, voða gaman að kyssa og knúsa hann aftur!!

Veðrið yfir helgina var brjálæðislega gott, við fórum í sund tvisvar og ég gerði mig að algjöru fífli í annað skiptið. Get víst ekki sýnt mig aftur í sundlauginni í Pullman. Veit ekki alveg hvort ég eigi að segja frá þessu................ hmmmmmmmmm......... jú jú. Ég semsagt ætlaði bara að prófa að stinga mér af þessu sniðuga stökkbretti, voða skemmtilegt svona dúandi og allt. Var samt pínu smeik yfir því að bikiní brjósahaldarinn myndi detta af. Jæja lét mig hafa það og viti menn..... ég missti bikiní buxurnar alveg niður á hné. Girti mig aftur í flýti og kom síðan upp úr kafi alveg í hláturskasti. Ég held samt að enginn hafi séð nema sundlaugarvörðurinn, en hann var aftur á móti með ansi gott sjónarhorn af þessu öllu saman. Ég held eiginlega að hann hafi verið meira vandræðalegur en ég.
Svo spiluðum við golf, ég var að prófa í fyrsta skipti og ég verð nú að segja, ég held ég sé efni í meistara.... eða eitthvað. Mér tókst allavega að hitta golfkúluna og hún rúllaði svolítinn spotta, og ég var að drepast í handleggjunum eftir hálftíma svo ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt .
Við spiluðum líka tennis, en það var frekar "unfair game" þar sem Mikkel hefur spilað tennis síðan hann var 7 ára og ég hef bara prófað einu sinni áður. Ég byrjaði á því að ætla að vera voða kúl eins og tennisstjörnurnar í sjónvarpinu sem ég hef séð, og kasta boltanum upp í loftið fyrir uppgjöf. Það tókst ekki betur til en svo að ég sló boltann í augað á mér. "Í augað á sjálfri þér"!! hugsar þú væntanlega, það ætti ekki að vera hægt....... en jú mér tókst það. Og ég hef vitni, Mikkel sagðist aldrei hafa séð neitt þessu líkt á 20 ára tennisferli sínum. Eftir þetta litla óhapp gekk mér aðeins betur, en ég varð samt frekar óþolinmóð í lokin og hitinn var óbærilegur, svo ég endaði með því að slá boltann út af vellinum, yfir grindverkið og niður þykkan þyrnirunna svo ég fann boltann aldrei aftur.
Og svo enn ein íþróttagrein sem ég er byrjuð að stunda: ég spilaði Pool í fyrsta sinn fyrir viku síðan og spilaði svo aftur með Mikkel um helgina. Og ÞAÐ er gaman. Ok ég er kannski ekkert rosa góð, en ég er heldur ekkert hræðileg. Og ég er ekki ennþá (ég tek fram ekki ENNÞÁ) búin að gera mig að fífli þar. Svo ég er svona að íhuga atvinnumennsku.... ég meina hver nennir að lifa á því að vera dýralæknir.

Já vel á minnst, dýralæknir. Kanski ætti ég að verða hjartadýralæknir. Það er allavega voða gaman í hjartalækningum. Ég fékk smá egó-búst í gærmorgun þegar við byrjuðum. Dýralæknirinn spurði okkur um allskonar tengt hjartasjúkdómum og rannskóknum. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið þegar það kom alltaf þögn eftir hverja spurningu og enginn svaraði. Ég vissi svarið svo ég svaraði. Og svo gerðist það aftur, og aftur og aftur. Og ég hugsaði með mér: "er ég svona klár eða þau svona vitlaus, eða hvað er eiginlega í gangi hérna??" Ég er nefnilega vön því úr skólanum í Köben að ég næ varla að hugsa mig um áður en einhver annar svarar. Þannig að þetta var algjörlega ný lífsreynsla fyrir mig. En eftirá komst ég að mjög hugsanlegri skýringu...... þannig er mál með vexti að bandarísku nemendurnir fá alltaf einkunn og umsögn eftir hvern kúrs, og ef þeir falla í kúrsinum þurfa þeir að taka hann aftur. Og orðrómurinn er að hjartalæknarnir gefi alveg hræðilegar einkunnir og umsagnir, þannig að nemendurnir eru dauðhræddir um að svara einhverju vitlaust, svo þau þeygja bara í staðinn. Mjög spes. En þetta reyndar lagaðist aðeins í dag, þau opnuðu aðeins munninn og ég komst að því að þau eru sko alls ekkert vitlausari en ég.


-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter