<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 06, 2004

Fyrstu tvær vikurnar mínar hérna var ég alltaf íklædd "scrubs", þið vitið þessum bláu "náttfötum" sem maður verður að vera í ef maður er í skurðaðgerðum eða anæstesíu. Síðastliðinn mánudag mátti ég svo loksins vera í hvíta sloppnum mínum, svo ég klæddi mig í mín þægilegustu föt: hlaupaskó, víðar buxur og gamlan slitinn bol og svo sloppinn utanyfir. Þegar ég svo mætti á spítalann fattaði ég allt í einu að ég passaði alls ekkert inn í fjöldann. Allir voru svo FÍNIR nema ég!!! Það er víst eitthvað "dresscode" svo strákarnir verða að vera í skyrtu með bindi, stelpurnar í skyrtu eða fínum bol, og allir í frekar fínum buxum og svörtum leðurskóm. Það sagði svo sem enginn neitt við mig, en ég hef reynt að mæta aðeins fínni síðan.

Það var voða lítið að gera í hjartalækningum í dag, svo ég labbaði bara aðeins um spítalann og tók myndir. Ég sá m.a. hvítan dóberman hund (mjög spes) og svo sá ég tvo rottweiler hunda sem höfðu víst ráðist á stóran broddgölt. Greyið hundarnir voru allir út í broddum, reyndar var búið að taka mest alla broddana úr þeim þegar ég kom, en þetta var samt alveg svakalegt. Annar hundurinn var með brodda yfir allt andlitið og uppi í munninum á tungunni og allt.

Flestallir nemendurnir hafa tekið að sér heimilislaus dýr sem hafa komið á spítalann. Nú þegar hefur verið reynt að "pranga" inn á mig rottveiler hvolpi sem ég svæfði í síðustu viku fyrir geldingu, og líka littla kettlingnum sem ég sagði ykkur frá með brotnu fæturna. Hann er svo sætur, heitir Spice og er svo pínkulítill með stálpinna sem stingast út úr brotnu fótleggjunum. Ef ég ætti ekki heima í lítilli íbúð í miðri stórborg, þá mundi ég taka hann að mér. Ég fer alltaf og kíki á hann á hverjum degi.............ohhhhhh.......

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter