<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 29, 2004

VARÚÐ - EFTIRFARANDI TEXTI ER EINGÖNGU DÝRALÆKNABULL

Úff þvílíkur stressdagur!!! Mikið að gera og enginn tími til að borða.

Ég var með þrjá sjúklinga í dag. Sá fyrsti átti að fara í hnéliðsaðgerð, svo ég deyfði hann, intúberaði (slanga niður í öndunarveginn) og setti æðalegg. Svo svæfði ég hann með gasinu og dýralæknirinn setti mænudeifingu (oh ég fékk ekki að gera það) allt var tilbúið, komin inn í skurðstofu...... þá uppgötvaði skurðlæknirinn að hundurinn var með bólur í húðinni þar sem að skurðurinn átti að vera. Þá urðum við að hætta við aðgerðina því við vildum ekki hætta á það að fá sýkingu inn í hnélið.

Jæja, næsti sjúklingur var köttur sem átti að taka úr sambandi. Júhú sagði ég því ég vildi endilega æfa mig í að intúbera kött.  Kettir eru miklu erfiðari en hundar, ef maður snertir eitthvað vitlaust niðri í hálsinum þá dregst allt saman og lokast bara. Og þá er vonlaust að fá túbuna niður. Sem sagt fyrsti kötturinn sem ég prófaði í síðustu viku gekk ágætlega, þeas. það tókst í 3ju tilraun eftir að hafa farið tvisvar niður í esofagus........ hvað heitir það á íslensku....hmmm... æi þar sem maturinn fer!! Svo reyndi ég aftur í gær en þá tókst það alls ekki, svo Dr. McEwan tók við og gerði það fyrir mig.  En í dag reyndi ég aftur og það gekk frekar erfiðlega. Kötturinn var byrjaður að blána af súrefnisskorti en Dr. McEwan sagði bara við mig: "Ég ætla ekki að gera þetta fyrir þig í þetta skipti, ég veit þú getur þetta, þetta er heimilislaus köttur svo þú verður bara að æfa þig..!!!" Ég vildi ekki láta greyið köttinn deyja bara af því að ég væri að æfa mig og væri eitthvað hikandi og óörugg, þannig að ég tók mig bara til og stakk túbunni niður, á réttan stað og allt saman. 

Þriðji sjúklingurinn var lítill púddel hundur með öndunarerfiðleika, svo hann átti að fara í bronchoskopi....... æi þið vitið myndavél niður í öndunarveginn. Þegar ég reyndi að intúbera hann þá komst ég auðvitað að því hvað vandamálið væri, gatið var pínulítið svo þess vegna átti hundurinn svona erfitt með að anda. Eftir að minnsta túbustærð var komin niður í hann vildu þeir samt gera bronchoskopi til að vita hvort það væri eitthvað meira.  Ég þurfti að taka hundinn af svæfingargasinu á meðan læknirinn skoðaði, sprautaði bara svæfingarlyfi í æð í staðinn. Svo vildi læknirinn skola öndunarveginn og taka prufu en þá byrjaði hundurinn að hósta og súrefnismettunin í blóðinu varð krítísk lág og hundurinn blánaði og ég veit ekki hvað og hvað.  Mér fannst þetta ekkert allt of skemmtilegt, vil ekkert að sjúklingarnir mínir deyi.  En allt lagaðist, svo þetta var víst ekkert svo alvarlegt.

Vá ég gæti haldið áfram með að segja sögur af því sem gerist hérna, en þið eruð örugglega löngu sofnuð yfir þessu dýralæknabulli. En ég ætla samt að halda áfram: ég er líka búin að intúbera hund á hliðinni (erfiðara á hliðinni) og hest!!! Ekkert mál að intúbera hest, eða kannski var ég bara heppin.  Í gær var ég með lítinn kettling sem var brotinn á báðum framfótum, og þurfti að fara í aðgerð til að skrúfa beinin saman. Ég var líka með hund sem var víst slæmur í maganum, rosalega horaður........ í aðgerðinni komust þeir að því hvað var að....... það vantaði briskirtil!!!! Af einhverri ástæðu hafði briskirtillinn bara minnkað í að vera næstum ekki neitt.  Mjög athyglisvert.

Jæja verð víst að fara heim og borða eitthvað

sí jú leiter alígeiter

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter