<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Mér tókst að hjóla allaleið í skólann í dag....ég er ekkert smá stolt.  En ég verð örugglega að labba hálfa leiðina heim því brekkan er svo roooooosalega brött upp á við heim til mín.

Heim að hleypa kettinum inn og gefa honum að borða. Ég bý hjá ástralskri fjölskyldu sem er í fríi, koma ekki heim fyrr en í næstu viku. Ég passa köttinn og vökva grasið í garðinum. Kötturinn heitir Oliver...... en ég kalla hann Feitilíus. Hann er svo feitur að hann rúllar frekar en labbar. En við erum ágætis vinir, eða Feitilíus þykist allavega vera vinur minn því ég er sú sem gef honum að borða. Fyrstu nóttina vaknaði ég við eitthvað hljóð sem líktist sláttuvélarmótor, og það var eitthvað sem stakkst öðru hvoru í handlegginn á mér. Það var bara Feitilíus sem hafði komið sér vel fyrir í rúminu mínu, malaði hæstánægður og teygði síðan úr sér með beittar klæarnar krafsandi í handlegginn á mér.  Ég var of þreytt til að reka hann í burtu en ég hef sofið með lokaðar dyr síðan.  Ég vön því að 3ja kílóa litli sæti hundurinn minn sofi í rúminu mínu, en ekki 10 kílóa Feitilíus sem malar eins og mótorhjól og klórar. En hann er samt voða sætur..... kannski er ég bara með fordóma fyrir feitum köttum....!!! 

Vitiði hvers konar sjúkling ég var með í dag...? Kött sem fór í "declaw" aðgerð. Þ.e.a.s. fjarlægja allar klærnar á greyinu. Þessir Ameríkanar, þykjast elska dýrin sín svo mikið en leggja samt á þau sársaukafulla aðgerð til þau eyðileggi ekki húsgögn eða klóri eigendur sína. Þau ættu bara að sleppa því að fá sér gæludýr ef þau sætta sig ekki við hvernig þau eru. Sem betur fer er þessi aðgerð ólögleg á Íslandi og í Danmörku.


-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter