<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 31, 2004

Ég er mikill aðdáandi "Animal Planet". Sérstaklega dýraspítalaþættirnir........ og nú er ég stödd í einum slíkum. Þeas ekki Animal Planet þætti, heldur svona dýraspítala eins og ég hafði áður bara séði í sjónvarpinu. Mér fannst dýraspítalinn í Köben stór....... þangað til ég kom hingað. Þetta er bara eins og mannaspítali með mismunandi deildir, hjartadeild, taugadeild osfrv. og í gær var meira að segja gerð heilaskurðaðgerð á hundi. Ok kanarnir ganga víst aðeins of langt í því að "bjarga" dýrunum, en mér finnst samt alveg ótrúlega kúl að vera hérna.
Ég er sjálf með "pager" og heyri öðru hvoru: "Freyja, could you please come to anaesthesia, your patient is ready for premedication" eða eitthvað í þá áttina. Og í aðgerðunum er ég með talstöð svo ég geti kallað á hjálp ef sjúklingurinn er ekki stabíll í svæfingunni td "this is Freyja to anaesthesia; the heartrate is going up and the bloodpressure too, so I need some fentanyl bolus or CRI please". Ekkert smá professional.

En allavega.... nú er komin helgi og ég er búin með mínar 2 vikur í svæfingum. Í næstu viku er það hjartalækningar, jibbí!!!
Mikkel er að koma í kvöld........ef bíllinn bilar ekki á leiðinni, hann er víst eitthvað slappur greyið.... þeas. bíllinn.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter