<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Ég er komin út í eyðimörkina......og Pullman er eins og lítil oasis hér á mörkum Washington og Idaho fylkis. Þetta er bara háskólabær, og líklega eru flestallir sem búa hér eitthvað tengdir skólanum.
Fyrstu 4 dagana var ég alveg að bráðna hérna í 40 stiga hita, og ekki bætti úr skák að Pullman er eins og mini-Sanfransisko, þeas. ekkert nema hæðir og hólar. Þannig að þegar ég ferðast um á mínu lánaða fjallahjóli þá er ég másandi og blásandi og öll löðrandi í svita......og eldrauð í framan.  En yfirleitt kemst ég ekki upp brekkurnar á hjólinu........ég reiði hjólið upp brekkur, og bruna svo niður og vona bara það besta því bremsurnar eru hem hem ekki svo góðar.
 
Ég byrjaði í skólanum í gær, í svæfingalækningum. Og hingað til hefur það verið mjög skemmtilegt og áhugavert. En nú er ég svo þreytt og svöng að ég verð að fara heim að borða....segi frá meiru seinna.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter