<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Ég er búin að bæta við 4 myndum af litla ferfætta vini mínum sem er í pössun í Danmörku þessa stundina. Ef til vill bætast fleiri myndir við í þetta albúm (Elsku Míó Minn). Ég ætlaði að skrifa langa sögu við albúmið en þar sem það var ekki pláss fyrir langa skýringu þá kemur hún bara hér:

Þann 30.janúar 2002 fæddist lítill sætur papillon hvolpur einhvers staðar í Danmörku. Ca 8 vikum seinna var hann keyptur af einhverju pari sem gaf honum nafnið Stewart. Nokkrum mánuðum seinna fluttu þau til Canada og seldu Stewart littla til papillon ræktanda á Nörrebro sem breytti nafninu hans í Pappi. En þetta var lítil íbúð með alltof mörgum hundum, svo hálfu ári seinna kom ég til sögunnar. Ég keypti þennan litla engil.... sem síðan reyndist vera hinn mesti grallari og orkubolti. En mér finnst hann auðvitað vera sætastur í heimi og fyrirgef honum öll prakkarastrik. Mér fannst hvorki Stewart né Pappi vera nógu góð nöfn svo litla greyið fékk sitt þriðja nafn á stuttri ævi: MÍÓ. En það tók hann aðeins 2 daga að læra nýja nafnið. Klár kall.....

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter