þriðjudagur, júlí 13, 2004
Það er steikjandi hiti úti núna....akkúrat eins og ég vil hafa það. Einmitt þess vegna ætti ég eiginlega að vera úti að sleikja sólina í staðin fyrir að sitja hér eins og einhver lúði.
En jæja, ég fékk nú slatta að lit um helgina, við vorum nefnilega í útilegu. Fyrst fórum við með vinnunni hans Mikkels að skoða skóg sem hafði brunnið í stórum skógareldi síðasta sumar. Það var mjög áhugavert, ég komst að því að það eru heilmikil vísindi í kringum það í hvernig ástandi skógurinn er hvort að hann kemur vel eða illa út úr brunanum. Stundum eru litlir skógareldar beinlínis nauðsynlegir fyrir skóg. Merkilegt, ekki satt??!!
Ég gaf vinnufélögum Mikkels að smakka kúlusúkk og ástralski Tony sagði "hey I know this, we call them bullets". Þannig að það finnst víst eitthvað svipað í Ástralíu.... En Xiei og David frá Kína og Taiwan urðu ansi skrítnir á svipinn þegar þeir fengu þennan undarlega súkkulaði/lakkrís hlut upp í munninn. "It is special...." sagði David og reyndi að skyrpa þessu ógeði út svo lítið bar á. Ég hló bara og minntist þess að Maja vinkona hafði sagt að allir japanir skyrptu út úr sér íslenskum lakkrís. Greinilega eitthvað asískt fyrirbæri...
Svo fórum við tvö og tjölduðum á litlu tjaldsvæði, og grilluðum pølser og snobrød, og auðvitað fyrst við nú erum í USA þá grilluðum við marshmellows í eftirrétt.
Daginn eftir fórum við í fjallgöngu upp á eldfjall, og ég get svo svarið að ef ég hefði bara útilokað öll tréin þá hefði þetta getað verið Ísland. En auðvitað soldið erfitt að útiloka tréin þegar þau eru 499 þúsund silljón trilljón tré!
Og ekki var það verra þegar við fundum lítið vatn inni í miðjum skóginum þar sem við gátum tekið sundsprett í hitanum og svo legið í sólbaði. Algjör himnasæla.
jæja myndirnar fylgja seinna, en núna verð ég að hætta.
Ég flyt til Pullman á morgun, og svo byrja ég í skólanum á mánudaginn. Úff, skóli svona á miðju sumri. Nei nei það verður örugglega gaman.
-
En jæja, ég fékk nú slatta að lit um helgina, við vorum nefnilega í útilegu. Fyrst fórum við með vinnunni hans Mikkels að skoða skóg sem hafði brunnið í stórum skógareldi síðasta sumar. Það var mjög áhugavert, ég komst að því að það eru heilmikil vísindi í kringum það í hvernig ástandi skógurinn er hvort að hann kemur vel eða illa út úr brunanum. Stundum eru litlir skógareldar beinlínis nauðsynlegir fyrir skóg. Merkilegt, ekki satt??!!
Ég gaf vinnufélögum Mikkels að smakka kúlusúkk og ástralski Tony sagði "hey I know this, we call them bullets". Þannig að það finnst víst eitthvað svipað í Ástralíu.... En Xiei og David frá Kína og Taiwan urðu ansi skrítnir á svipinn þegar þeir fengu þennan undarlega súkkulaði/lakkrís hlut upp í munninn. "It is special...." sagði David og reyndi að skyrpa þessu ógeði út svo lítið bar á. Ég hló bara og minntist þess að Maja vinkona hafði sagt að allir japanir skyrptu út úr sér íslenskum lakkrís. Greinilega eitthvað asískt fyrirbæri...
Svo fórum við tvö og tjölduðum á litlu tjaldsvæði, og grilluðum pølser og snobrød, og auðvitað fyrst við nú erum í USA þá grilluðum við marshmellows í eftirrétt.
Daginn eftir fórum við í fjallgöngu upp á eldfjall, og ég get svo svarið að ef ég hefði bara útilokað öll tréin þá hefði þetta getað verið Ísland. En auðvitað soldið erfitt að útiloka tréin þegar þau eru 499 þúsund silljón trilljón tré!
Og ekki var það verra þegar við fundum lítið vatn inni í miðjum skóginum þar sem við gátum tekið sundsprett í hitanum og svo legið í sólbaði. Algjör himnasæla.
jæja myndirnar fylgja seinna, en núna verð ég að hætta.
Ég flyt til Pullman á morgun, og svo byrja ég í skólanum á mánudaginn. Úff, skóli svona á miðju sumri. Nei nei það verður örugglega gaman.
-