<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 08, 2004

2. júlí var laaaaaaaangur dagur. Nákvæmlega 33ja tíma langur, vegna þess að ég flaug til Oregon í Bandaríkjunum og bætti þar með 9 tímum við þennan ágæta dag. En þetta var ekki auðvelt ferðalag, og minnstu munaði að ég aldrei kæmist á leiðarenda.

Ég lagði af stað eldsnemma um morguninn eftir 4ra tíma svefn. Allt gekk eins og i sögu úti í Kastrup lufthavn, ég þekki hann nú eins og lófann á mér. Klukkutíma biðröð i tékk inn, en annars bara smá hangs á flugvellinum og svo beinustu leið út í flugvél.

2ja tíma flug til Zurich var þægilega stutt og ég hafði smá tíma til að slappa af fyrir næstu flugferð. En þegar ég ætlaði að fara út í flugvélina var mér sagt að ég ætti eftir að fara í security check. Thað væri “over there”. Ok, hvar er “over there”, hugsaði ég með sjálfri mér, það er ekkert fólk “over there” og ég get ekki bara staðið og beðið eftir að einhverjum þóknist að gera security check á mér. Svo ég labbaði yfir að næste skrifborði og spurði hvort að security check væri hér.
“Nei, en þú þarft að tékka þig inn hér, þarna er maður sem getur gert security check á þér”
Jæja blessaður og sæll, ég er bara ljóshærð stelpa frá Íslandi, enginn hryðjuverkamaður á ferðinni hér….! Sagði þetta auðvitað ekki en ég komst auðvitað í gegn eins og ekkert væri. “
“Jæja, á ég núna að tékka mig inn?” spurði ég manninn.
“Nei þú ert búin að því” svaraði maðurinn.
“Nei hún á eftir að tékka sig inn hjá mér” kallaði konan við skrifborðið.
Í því sem ég var á leiðinni með mitt dót yfir til konunnar við skrifborðið, kom enn ein stressuð flugvallarkona, greip vegabréfið mitt og sagði mér að fylgja sér…….í hina áttina.
Á meðan hrópaði konan við skrifborðið “Nei nei, þú átt að tékka þig inn hér, komdu hingað, TÉKKA INN HÉR!!!”
En flugvallarkonan hljóp bara af stað með vegabrefið mitt svo ég varð að hlaupa á eftir henni. Ég náði vegabréfinu og hljóp aftur til baka, og þá var konan við skrifborðið orðin reið við mig, eins og þetta hefði eitthvað verið mér að kenna. “Ég sagði að þú ættir að tékka þig inn hér, af hverju komstu ekki um leið”
Mér fannst nú alveg vonlaust að rökræða við þetta snarbilaða fólk, svo ég sagði sem minnst og dreif mig eftir tékk inn, út í flugvélina sem var um það bil að takast á loft.

Nú tók við 9 ½ tíma flug til Washington DC. Í flugvélinni fengum við ýmsa pappíra til að fylla út fyrir “immigratinon” og tollinn. Immigration blaðið sem ég fékk var á þýsku, svo ég skildi varla orð (ég lærði frönsku í menntó) og fyllti það ábyggilega bandvitlaust út. Ég bað flugfreyjurnar um eitt á ensku, en nei nei það var auðvitað ekki hægt. Ég átti náttúrulega ekki skilið að komast til Bandarikjanna fyrst ég kynni ekki þýsku.

Loksins lentum við í Washington….og ég var í þeirri góðu trú að fyrst að næsta flug væri ekki fyrr en 3 tímum seinna, þá gæti ég slappað af á Starbucks eða einhverjum veitingastað. Þar skjátlaðist mér allhrapallega.
Washington Dulles er víst sjöundi mest “busy”flugvöllur í heiminum. Eftir langan gang úr flugvélinni í gegnum þrönga ganga sem líktust meira völundarhúsi en flugvallarbyggingu, komst ég í immigration röðina. Eftir klukkutíma bið í röðinni þar komst ég að því að þýska immigration blaðið mitt var ekki það sem ég átti að fylla út. Flugfreyjan hafði látið mig fá vitlaust blað. En thað var nú ekkert svo slæmt, ég var örskotsstund að fylla thað rétta út sem var á ENSKU…. en svo kom áfallið.
“Vísa pappírarnir þínir eru útrunnir!” “Þeir hljóta að hafa gert mistök í bandaríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, því Vísa-ið þitt rennur út sama dag og það tók í gildi. “
ÓÓÓÓÓ NEIIIIIIII……..
Svo ég þurfti að fara eitthvað annað að tala við fólk á einhverri skrifstofu. Þau voru svo sem ágætlega næs, en þetta tók mjööööög langan tíma. Að lokum sagði konan við mig “ok, þú kemst í gegn í þetta sinn, en ef þú ferð út úr USA, td. Til Mexiko eda Kanada, þá kemstu ekki inn aftur.”
Þar fór mín og Mikkels planlagða ferð til Kanada. Ég bölvaði sendiraðinu í Kaupmannahöfn í hljóði en hrósaði happi yfir því að hafa fengið leyfi til að komast inn i USA þrátt fyrir mistökin, og ég rétt náði fluginu mínu til Portland-Oregon.
Það hefur örugglega hjálpað að ég var ljóshærð stelpa frá Íslandi og ekki múslimi frá Afghanistan. Sorglegt en satt!!

Flugið til Portland tók 5 tíma, og svo hitti ég loksins Mikkel 24 tímum eftir að ég lagði af stað í ferðina. En dagsetningin var ennþá 2.júlí!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter