<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Loksins loksins losnaði ég við hækjurnar.....eða allavega í tvo daga. Ég var nefnilega byrjuð að ganga á gipsinu (það má víst þegar það eru liðnar 3 vikur) en tókst ekki betur til en svo að ég braut gipsið!! já og ég var ekki að reyna að dansa eins og allir virðast halda, bara að ganga ósköp hægt og rólega. Svo ég varð að gefa hækjunum annað tækifæri og misbjóða greyið úlnliðunum mínum aðeins meira, og leggja leið mín enn einu sinni á slysavarðsstofuna.
Eftir 3ja tíma bið kallaði hjúkkan Stein loksins á mig. Við Stein erum orðnir "best pals" og segjum hvort öðru skemmtilegar kjaftasögur. Ég hlæ auðvitað að öllum sögunum hans, þó að ég skilji hann ekki alltaf því hann talar bara sænsku. Hann er með þessa líka fínu stóru bumbu sem allar hjúkkur ættu að vera með. Hún er alveg ómissandi til að styðja fótinn á meðan hann leggur gipsið. Svo kvaddi ég Stein og lofaði öllu fögru um að ég skyldi passa betur upp á gipsið í þetta skiptið.

Nú get ég sem sagt aftur farið um á tveimur ekki-jafn-fljótum (hægri fóturinn er fljótari en sá vinstri) og það er þvílíkur munur. Þessar hækjur voru bara tómt vesen. Nú er ég öll að koma til....

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter