<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 11, 2004

GLEÐILEGA PÁSKA!

Ég fékk alveg frábæran málshátt í páskaegginu mínu: "Fleira þarf í dansinn en fagra skóna"......hmmm.....til dæmis óbrotinn fót er það ekki?

Annars er ég með góðar fréttir fyrir þá sem hafa hámað í sig súkkulaðipáskaegg í allan dag eins og ég. Súkkulaði inniheldur nefnilega miklu meiri antioxidanta en brokkolí og annað grænmeti, sem þýðir að þeim mun meira súkkulaði þú borðar því færri hrukkur færðu og jafnvel færri sjúkdóma (eða þannig vil ég allavega túlka það). Antioxidantar vernda nefnilega frumur líkamans fyrir skaða. Reyndar eru flestir antioxidantar í dökku súkkulaði þannig að páskaegg frá Nóa&Sirius er kannski ekki það allra besta í hrukkubaráttunni.......en þá er um að gera að borða bara meira magn ekki satt??

Annars líður mér bara voða vel þessa dagana. Mamma mín er komin til að stjana við mig, er búin að fara út með Míó, kaupa í matinn fyrir mig, þvo þvott, halda mér félagsskap og nú er hún að elda íslenskt páskalamb nammi namm. Svo var Fríða með okkur í gær og við höfðum það ofsalega huggulegt saman mæðgurnar. Mamma kom líka með web-cam sem pabbi hafði keypt handa mér....takk pabbi!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter