<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 15, 2004

Í rómantískum Hollywood bíómyndum eru bónorð alltaf svo “exstreme”, hafiði ekki tekið eftir því? Það er gert fyrir framan fjöldan allan af fólki og svo endar parið á því að kyssast og allir fara að klappa. Ég get sagt ykkur það að þetta er ekki bara svona í bíómyndunum. Mikkel var á íshokkí leik um daginn (í Bandaríkjunum þar sem hann býr) og þá kom allt í einu “will you marry me Rachel” á ljósaskiltinu. Og allir klöppuðu...... en sætt!! Persónulega vildi ég frekar eiga svona stund í einrúmi með mínum heittelskaða, en ekki eru allir eins.

Mikkel býr víst í einhverju skuggalegu hverfi þarna í Portland. Í gær heyrði hann tvö skothljóð rétt fyrir utan húsið. Sambýlingar hans kipptu sér ekki mikið upp við þetta, sögðu bara að það væri mikið meira um skotbardaga á sumrin. Mikkel varð ekki rólegri við að heyra það.

Mikkel er farinn að hanga með strák og stelpu sem eru bara vinir og þau kalla sig Will og Grace. Mikkel fattaði náttúrulega ekki djókið, hann horfir ekki jafn mikið á gamanþætti í sjónvarpinu eins og ég. Hann fór nú samt að gruna sitt lítið af hverju þegar honum fannst Will alltaf vera að horfa á rassinn á sér. Greyið er víst með vott af hommafóbíu því það hafa víst þónokkrir hommar reynt við hann í gegn um tíðina. Hann er hræddur um að hann sjálfur líti út fyrir að vera hommi. Ég sagði honum bara að hætta þessu væli og taka því bara sem hrósi að hann væri sætur með flottan rass. Mér finnst hann eigi endilega að hanga með Will og Grace..... svo lengi sem það er Will en ekki Grace sem er að reyna við hann.


-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter