<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 15, 2004

Litli bróðir minn er orðinn teiknimyndasögu höfundur. Ég skil reyndar ekki djókið, enda var hann búinn að vara mig við og segja að þetta væri bara einkahúmor milli hans og vina hans. En það er samt gaman að skoða þetta, sérstaklega lýsingarnar á persónunum. Mér finnst japansi sushi fiskurinn sem er dauður ansi fyndinn.

Ég er á leiðinni í lítið ferðalag á morgun, fer fyrst að heimsækja Sólrúnu í London, og svo til Guðrúnar í Toulouse. Guðrún á nefnilega afmæli 17.mars!! Þökk sé Easy jet þá kostar flugið fram og til baka (England og Frakkland) ekki nema rétt rúmar 700 danskar krónur. Ótrúlegt en satt. Kem aftur heim á sunnudag.
Og svo fréttir frá Íslandi: Maja pæja er orðin flugfreyja hjá Flugleiðum alveg eins og systir mín. Til hamingju Maja!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter