<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 19, 2004

Lífið er très bien hérna í Toulouse. Veðrið er yndislegt og við Guðrún röltum um bæinn og njótum lífsins á kaffihúsum. Í gær eldaði Guðrún handa mér og vinum sínum og það var voða huggó. Svo keypti ég afmælisgjöf handa Guðrúnu (frá mér, maju og sólrúnu). Við fengum smá kjólaæði, Guðrún fékk sem sagt einn kjól í afmælisgjöf og keypti sér annan sjálf, svo keypti ég mér tvo kjóla. Alveg svakalegt. Í kvöld verður síðan brjálað afmælispartý og nánast öllum erasmusnemunum er boðið að mér skilst..... eða allavega mörgum.
London var líka frábær. Á meðan Sólrún var í vinnunni fór ég í bæjarrölt. Ég gekk meðfram Thames, skaust aðeins inn á listasafnið Tate Modern og sá Sólar-listaverkið hans Ólafs Elíassonar. Tók þarnæst lestina til Bettersea Dogs Home, þar sem eru heimilislausir hundar sem vantar nýja eigendur. Ég vildi taka þá alla með mér heim, en áttaði mig auðvitað á því að það væri ekki pláss fyrir þá í ferðatöskunni. Svo sá ég Buckingham palace, og labbaði fram og til baka á Picadilly circus og Oxford street. Settist tvisvar inn á Starbucks og drakk café latte .... mmmmmmmm....
Um kvöldið fórum við sólrún svo út að borða á kínverskum veitingastað. Við þurftum auðvitað að ræða saman um ýmis vandamál, aðallega ástarmál, og tókum okkur góðan tíma í það.
Jæja ég ætla að fara að hafa mig til fyrir kvöldið.
Au revoir

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter