<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 12, 2004

Það er svo gaman í skólanum. Ég er blá og marin eftir átök við sárþjáið naut, og rispur og bitsár eftir skapvondan kött, en ég get samt ekki hætt að brosa......það er svo gaman að vera næstum því eiginlega nokkurs konar dýralæknir. Ég tek á móti sjúklingum, skoða þá, fer með þá í röntgen og sónar, tek blóðprufur og vefsprufur, og reyni svo að sjúkdómsgreina út frá öllum upplýsingunum. Svo er ég búin að gera 3 skurðaðgerðir sem allar hafa gengið eftir óskum. Það hlaut nú líka að koma að því, eftir 4 ár með nefið niðri í misskemmtilegum bókum og potandi í illa lyktandi hræ, að ég fengi að snerta LIFANDI DÝR!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter