<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 21, 2004

Afmælisveislan hennar Guðrúnar var frábær. Guðrún leit út eins og gyðja í nýja kjólnum og strákarnir létu hana ekki í friði. Við höfðum brennt lög á geisladisk til að vera viðbúin ef tónlistin væri léleg á barnum, en þegar til kom virkaði geisladiskurinn ekki og allan fyrri hluta kvöldsins var spiluð írsk riverdans tónlist og einhver furðuleg frönsk popptónlist. Svo tók HLJÓMSVEITIN við..... hún samanstóð af tveimur strákum sem eins og Guðrún orðaði það “nauðguðu frábærum lögum”, en erasmusnemunum virtist vera sama um þeirra tónlistarhæfileika og voru bara þakklátir fyrir að loksins geta sungið með. Tónlist eða engin tónlist, við skemmtum okkur frábærlega.

Daginn eftir bakaði Guðrún pönnnukökur í morgunmat nammi namm og svo horfðum við á Dirty Dancing. Guðrún hefur séð þá mynd ca 1000 sinnum en fær aldrei leið á henni. Ég hef reyndar ekki séð hana nema kannski 5 sinnum en er alvarlega að íhuga að verða aðdáandi eins og Guðrún...... Patrick Swayze ber að ofan að dansa........mmmmm........ ég segi ekki meir!!!

Svo lá leiðin heim á við og ég kom við í London og hitti Sólrúnu, Mr. Big og foreldra Sólrúnar. Foreldrar hennar voru með sendingu til mín frá mömmu: páskaegg og tvö pör af hlýjum sokkum. Mammma hafði víst lesið “einhversstaðar” að mér væri kalt á tánum! Takk mamma!! Ég stoppaði bara stutt og fór fljótlega út á flugvöll aftur, og nú er ég komin heim... þreytt en ánægð. Míó er líka ánægður því hann er búinn að fá mömmu sína aftur. Takk fyrir pössunina Maríanna!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter