<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Ok, þetta meikar ekki sens, ég var að kaupa símakort svo ég geti hringt til Englands...... og ég get talað í 925 mínútur og kortið kostaði bara 100 kr. Sem þýðir að það er uþb. 6 sinnum dýrara fyrir mig að hringja í Huldu sem býr 300 m frá mér, en í Sólrúnu sem býr í London. Jæja Sólrún, hvernig líst þér á 15 klukkustunda símamaraþon????


Ég er búin að vera límd við skjáinn núna þrjú kvöld í röð með stillt á EuroSport.......ja hérna hér, hvernig getur það verið að hún Freyja litla sé allt í einu farin að horfa á íþróttir? Jú af þeirri einföldu ástæðu að nú stendur yfir Evrópumeistarakeppnin í listdansi á skautum. Mikkel finnst skautar vera sú leiðinlegasta íþrótt sem hægt sé að horfa á, en ég verð að segja eins og er, hvernig getur honum fundist golf, tennis og skíðahopp vera meira spennandi. Ég er búin að vera að skemmta mér yfir því að senda dönsku þulunum á EuroSport sms með spurningum sem tengjast skautaíþróttinni, og þar sem það eru greinilega ekki margir sem senda inn, þá heyri ég stuttu síðar í sjónvarpinu: “og Freyja har sent et spørgsmål til os, det lyder sådan.........”, “...Og et andet spørgsmål fra Freyja....” Mjög skemmtilegt ha ha. Svo var ég orðin svo upptekin af þessu skautarugli að mér fannst ég bara verða að byrja að æfa skauta aftur. Já svo ég hringdi í skautafélag Kaupmannahafnar, og viti menn, það er barasta fullorðinsflokkur og ég get mætt á æfingu á morgun!!! Jibbíí


-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter