<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 31, 2004

Ég fékk hrukkukrem í afmælisgjöf...........! Þar fóru allar mínar vonir um að ég væri ennþá ung og falleg. Þegar maður er orðinn 25 ára er maður semsagt kominn í hóp hrukkudýra og gigtveikra gamlingja. Ég ætlaði eitthvað að prófa hrukkukremið í gær, en fann bara eiginlega engar hrukkur og vissi því ekkert hvar ég ætti að setja þetta blessaða krem. Kannski er ég bara í afneitun.

Míó tók því bara vel að vera orðinn árinu eldri. Hann átti afmæli í gær, varð tveggja ára þessi elska. Hann þarf nú ekkert að hafa áhyggjur ennþá, en ef hann bara vissi að þegar hann verður 6 ára þá er hann orðin ca. þrítugur í mannaárum, sem sagt kominn fram úr mér sem verð 29 ára. Við getum þá notað hrukkukremið saman.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter