<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 07, 2003

Ég skilaði ritgerð á föstudaginn. Það var svo mikill léttir að ég svaf nánast alla helgina. Ég vaknaði bara aðeins á sunnudaginn til að fara til "hundasálfræðingsins", eins og Mikkel kallar það. Þetta er í raun bara ósköp venjuleg hundaþjálfun sem við Míó höfum bæði gagn og gaman af. Mikkel var eitthvað að kvarta yfir því að ég sýndi hundinum meiri athygli en honum. Mér finnst nú algjör óþarfi að vera afbrýðissamur út í hund, og þar að auki lítur það oft út fyrir að Mikkel sé meira hrifinn af Míó en mér. Ég meina Mikkel elskar þennan hund næstum því jafn mikið og ég, og Míó gjörsamlega dýrkar Mikkel. Á laugardagskvöldið fór Mikkel á djammið og kom heim kl. 5 um nóttina. Og hvað er það fyrsta sem hann gerir? Fer inn í stofu, leggst upp í sófa MEÐ MÍÓ, og þar sofa þeir kallarnir saman til kl. 7. Þá kemur Mikkel loksins inn í rúm til mín. Talandi um forgangsröðun......hnusss..

.......Meira um ástarþríhyrninginn í næsta þætti af "Ástir og Undirferli í Kóngsins Kaupmannahöfn"

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter