<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 24, 2003

Ég er nokkurnveginn búin að jafna mig eftir fráfall Símonar og mér líður mikið betur núna. Ég er nýkomin heim úr velheppnaðri sumarbústaðarferð með Mikkel og Míó og við erum alveg endurnærð. (Haustfrí eru algjör snilldaruppfinning!!)
En nú er ég allt í einu komin með heimþrá. Já meiri heimþrá en ég hef nokkru sinni fengið síðastliðin 4 ár. Mamma og Pabbi og Litli bróðir koma sem betur fer í heimsókn eftir viku.... jibbí jei. Og svo er ég búin að panta far heim um jólin, og þökk sé Sólrúnu fékk ég flugfar á 2500dkr í stað 3800dkr. Ég kem heim 19. desember og fer aftur til Köben 3. janúar. Því miður er ég ekki að styrkja IcelandExpress í þetta sinn, sveik lit og fékk far hjá óvininum og einokunarskrímslinu Flugleiðum.

Ég er ákveðin í að rífa mig upp úr skammdegisþunglyndinu og hrista á mér skankana. "Glow in the dark" hlaupaskórnir hafa æpt á mig með skærhvítri birtu sinni síðan ég keypti þá fyrir 2 mánuðum síðan. Í gær tók ég mig til og fór eldsnemma í líkamsræktarstöðina og naut þess að svitna svolítið. Núna á eftir ætla ég að fara í klifur með Mikkel, hmmmm.... ég veit nú ekki alveg hvernig það á eftir að ganga þar sem ég hef akkúrat enga krafta í höndunum. En það sakar ekki að reyna, í það minnsta tekst mér að þjálfa brosvöðvana og hláturtaugarnar.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter