<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 26, 2003

Enn einu sinni tókst mér það!!
Það mætti ætla að eftir 4 ár í Danmörku væri ég búin að læra að tíminn breytist alltaf tvisvar á ári, en neeeeiiii, mitt litla íslenska höfuð getur hvorki skilið né munað svona tímaskekkju. Já ég mætti klukkutíma of snemma í vinnuna og uppgötvaði það ekki fyrr en ég var búin að hringja í bakaríið og skamma þá fyrir að koma of seint með brauðið. "Ehemm, fyrirgefðu vinan, en þú veist að klukkan er ekki nema átta??!!!"
Og ég sem óskaði þess að geta sofið aðeins lengur þegar vekjaraklukkan hringdi.......

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter