<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 11, 2003

Eins mikið og dagurinn í gær var skemmtilegur (út að borða, menningarnótt og fl.), þá er dagurinn í dag búinn að vera mjög leiðinlegur og sorglegur. Þegar ég kom heim úr vinnunni var Símon litli dáinn. Ég trúði varla mínum eigin augum, síðast þegar ég sá hann flaug hann um og söng af gleði.... hann virtist alveg vera búinn að ná sér eftir veikindin. Ég fór að skæla og hringdi í mömmu til að fá smá huggun.
Ég hef átt marga gára í gegnum tíðina, en Símon var alveg sérstakur páfagaukur. Ég fékk hann beint úr hreiðrinu frá mömmu sinni, þannig að hann varð alveg einstaklega gæfur. Hann lærði líka aðeins að tala, kunni að segja: "halló, Símon, hæ sexý" og svo gat hann hermt eftir símhringingunni minni og tókst þannig að plata mig oftar en einu sinni. Og hann var meira að segja búinn að læra nafnið á "litla bróður sínum" og sagði Míó öðru hvoru.
Nú er ég eitthvað svo einmana því Símon er ekki bara farinn frá mér, Mikkel er hjá foreldrum sínum og hann tók Míó með sér. Og ég er alveg ómöguleg án gæludýranna minna.....puhuhu...

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter