<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 18, 2003

Ég sá skóla-rottuna aftur rétt í þessu, og í þetta sinn var hún með kærastann sinn með....hmmm.

Laugardagurinn var ekki minn happadagur. Ég kom út og ætlaði að hjóla í vinnuna..... þá var svarta druslan mín horfin!! Ok, þetta var drusla svo missirinn er ekkert mikill, en Mikkel hafði eytt nokkrum klukkutímum daginn áður í að gera við það, og svo var því bara stolið.
Nú voru góð ráð dýr því ég átti að mæta í vinnuna hálftíma seinna. Ég þorði ekki að segja Mikkel að hjólinu hefði verið stolið (eftir alla erfiðisvinnuna), svo ég ákvað að taka strætó. En ég átti ekki skiptimynt svo ég varð fyrst að fara í bakaríið. Svo þurfti ég að labba út á stoppistöð en þá var ég nýbúin að missa af strætó. Æjæjæ. Ég fór heim, sagði Mikkel að hjólið væri horfið og fékk lánað hans. Hnakkurinn var allt of hár svo ég varð að hjóla standandi alla leiðina, 35 mín. Þegar ég var næstum komin í vinnuna (hálftíma of seint) voru einhverjar framkvæmdir í gangi svo gatan var afgirt og ég komst ekki framhjá. Það tók mig hálftíma að finna réttu leiðina í kring, því það eru nefnilega lestarteinar akkúrat þarna svo maður verður að taka riiiiiiiiiiiiiisa krók til að komast framhjá. Ég kom semsagt klukkutíma of seint og kófsveitt í vinnuna.

Jæja tveimur hjólum stolið á mjög stuttum tíma...... ég verð að fara að dusta rykið af línuskautunum mínum.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter