<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 08, 2012

Vínsmökkun Argentína er víst ekki eins ódýr og við bjuggumst við. Með falli krónunnar og stöðugt aukinni verðbólgu í Argentínu, er verðlagið bara svipað og í Vestur-Evrópu, og sumt er hreinlega dýrara en á Íslandi.En... það er þrennt sem er ódýrt hérna:

Rauðvín, nautakjöt og góðar ólívur. Og því grípum við að sjálfsögðu tækifærið og lifum á þessu.


Þegar litla daman er sofnuð á kvöldin höfum við foreldrarnir það notalegt með rauðvínsglas í hönd og eigum rómantískar stundir saman. Svo stígum við nokkur salsaspor... og já það er engin tangó á okkar heimili því við kunnum ekki svoleiðis, en reynum að rifa upp sporin sem við lærðum í fáeinum salsatímum í vetur.


Í kvöld vorum við með heimatilbúna rauðvíns-smökkun - ódýrasta vínið sem við drukkum í kvöld kostaði 350 kr, en það var þó ekki ódýrasta vínið í búðinni!! Og þrátt fyrir verðið var það alveg ótrúlega bragðgott. Dýrasta vínið kostaði 1200 kr, og það var líka alveg svakalega gott.
Við höfum haft það afskaplega gott undanfarna viku, tekið því frekar rólega og meira leitað að afþreyingu fyrir Fríðu Maríu heldur en að túristast. Við erum búin að fara í dýragarðinn, krakkasafn og alveg óteljandi leikvelli. Í gær fórum við reyndar í spænskutíma hjá henni Beatriz, þar sem Ásberg lærði m.a. að telja á spænsku og ég lærði hvað Argentínubúar tala ótrúlega "asnalega" miðað við Ecuadorbúa. Ég mun líklega alltaf tala með þeim hreim sem ég lærði í Ecuador, ég ætla ekkert að fara að breyta því núna.


Sem sagt allt gott að frétta héðan, hinum megin af hnettinum.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter