<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 08, 2009

40 + 5 

Mamma var alveg viss um að ég myndi eiga í gær, 7.mars. Þá var ég komin 4 daga framyfir, en hún fór einmitt 4 daga framyfir með okkur öll 3 systkinin.

En..... jæja.... komin 5 daga framyfir, og það virðist ekkert kræla á stelpunni. Annars á Gutti afmæli í dag, 3ja ára. Og svo á Dimmalimm 1 árs afmæli á morgun. Morgundagurinn væri reyndar rosalega fínn í að koma í heiminn. Þá er fæðingardagurinn 09.03.09. sem er nokkuð flott. En ætli hún komi ekki bara þegar hún er tilbúin til að skoða heiminn, ég verð bara að vera þolinmóð þangað til.

-

þriðjudagur, mars 03, 2009

Aðeins 5% kvenna.... 

...fæða á settum degi! Þetta las ég einhvers staðar.
Og það lítur allt út fyrir að ég sé ekki ein af þessum 5 prósentum, því ég er komin nákvæmlega 40 vikur á leið í dag, og það er ekkert að gerast.

En það er svo sem allt í lagi, því mér líður ennþá mjög vel. Í rauninni líður mér mikið betur líkamlega núna en fyrir 1-2 mánuðum síðan. Ég hef náð að hvíla mig svo ofsalega vel undanfarnar vikur að ég hef meira að segja náð að losa mig við grindargliðnunina svona að mestu leyti. Svo ég er bara til í slaginn.

Við Ásberg erum búin að koma okkur vel fyrir á Hrefnugötu, og dýrin una hagi sínum prýðilega. Líka gullfiskurinn Rambó sem er nýjasta viðbótin í fjölskylduna. Við fengum hann í innflutningsgjöf frá vinum Ásbergs.... þeim fannst við greinilega ekki eiga nógu mörg gæludýr.

Annars er mest lítið að frétta. Bambína er bara spræk, hún sparkar og teygir úr sér við og við. Ég held henni líði svo vel þarna inni að hún ætli ekkert að flýta sér út í hinn stóra heim. Ég dunda mér mestmegnis heima við og reyni að koma mér að því að laga heimasíðu Mio Minn og klára VASK skjalið sem þarf að skila sem fyrst. En það er svo skrítið að þeim mun meiri tíma sem ég hef, þeim mun latari verð ég. Ég reyni bara að segja við sjálfa mig að þetta sé ólétta, ekki leti. Mér tekst nú samt ekki alveg að sannfæra mig um það. Mér finnst ég líka eitthvað svo ótýpísk í þessari óléttu. Ég fékk nánast enga morgunógleði, enga "cravings", engin hitaköst..... og svo núna er þessi margumtalaða "hreiðurgerð" ekkert að segja til sín. Eða jú kannski, ég horfi á draslið og vil hafa allt fínt og hreint og í röð og reglu.... en ég vil helst bara veifa töfrasprota og þannig fari allt á sinn stað. Hreiðurgerðin er semsagt ekki letinni yfirsterkari.

EN....nú ætla ég að reyna að vera dugleg. Það er tiltekt, og kannski einhver þrif, á dagskránni í dag. Það er nú svona skemmtilegra að koma með frumburðinn heim í hreint hús.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter