<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 17, 2008

Bambi boxari 

Ég vaknaði við ansi skemmtilega tilfinningu í morgun. Ég hef verið að finna fyrir einstöku sparki og boxi öðru hvoru undanfarna daga, en Bambi var svo sannarlega að gera morgunleikfimina sína núna í morgun. Ásberg var steinsofandi og ég ákvað að segja ekkert við hann, en tók bara varlega í höndina hans og lagði hana ofan á magann á mér. Það liðu ekki nema nokkrar sekúndur, þar til Ásberg hálfvaknaði og hváði:

"Hva, hva, hvað var þetta eiginlega??? Var þetta.....??"

"Já" sagði ég "Bambi er að sparka" og í sömu andrá komu nokkur spörk og box í viðbót.

"Vá...." sagði Ásberg og svo sofnaði hann aftur með sælubros á vör.



Þá fór ég framúr og ákvað að fara í notalegt bað. Á meðan ég slappaði af hélt Bambi áfram í morgunleikfimi, og þegar ég horfði á magann á mér, þá sá ég meira að segja tvö spörk koma út úr maganum á mér!!!



Ja hérna hér. Alls staðar hef ég lesið að þegar konur ganga með fyrsta barn þá finna þær yfirleitt ekki fyrir hreyfingum fyrr en kring um 22 vikur. Ég hef fundið hreyfingar síðan ég var komin 18 vikur á leið og nú eru þær orðnar mikið öflugri en ég bjóst við á þessu stigi meðgöngunnar. Ég er bara komin 20 vikur og 4 daga á leið.



Það er alveg ljóst að þetta er barnið hans Ásbergs. Við erum að fara að eignast svona mini útgáfu af Ásbergi, lítil manneskja sem getur ekki verið kjur, þarf að vera center of attention og alltaf á ferðinni. Kemur mér ekki á óvart ef Bambi færi að búa til drullukökur og selja þær svo hinum krökkunum á leikskólanum í skiptum fyrir sælgætismola. Það verður rífandi bissness.



Og by-the-way þetta er EKKI mynd af maganum mínum. En VÁ sjáiði fótsporið!!!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter