<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 28, 2008

Frábær speki... 

"Never be afraid to try something new. Remember that a lone amateur built the Ark. A large group of professionals built the Titanic."

-

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Bloggið hér, bloggið þar, blogg blogg alls staðar... 


Það er allt gott að frétta héðan úr rigningarlandinu. En oh boy oh boy hvað það rignir mikið, það er frekar depressing.

En það sem dregur mig upp úr þunglyndinu er að lesa breskar bloggfærslur um nýja "barnið mitt" búðina Mio Minn.

Einn bloggari skrifar t.d.

"NEW THINGS OF THE MONTH......
...no.6. Designer Pet Shops. Visit Brighton. It’s a sign of the times – a place that makes Prada look a bit average. A style accessory shop for dogs and cats. Mio Minn. This means ‘my dog’ in Finnish. My Dog. My God. It’s going to work."

ok misskildi aðeins nafnið, hvorki finnska og þýðir heldur ekki my dog.... en það er allt í lagi...

Og annar bloggari skrifar:

"There's a new pet shop on the Western Road you have to go to! It's called Mio Minn and amongst other things has a cat bed for £700 you can choose your own leather!I got a really cute cat biscuit holder that looks quite good with the Alessi bowl, and they have loads of gorgeous stuff and the owner is really helpful too."

-

laugardagur, janúar 05, 2008

Börnin okkar í Afríku 
Hápunktur Afríku ferðarinnar var án efa síðasti dagurinn. Þá vorum við enn á ný stödd í Nairobi, og höfðum samband við ABC barnahjálp. Þórunn Helgadóttir byrjaði starfið í Nairobi fyrir uþb. ári síðan, og hefur komið ótrúlega miklu í verk á þessu eina ári.
Svona er lýsingin á aðstæðum fátækra í Nairobi, á ABC heimasíðunni:"ABC barnahjálp hóf starf í Kenýa í október 2006. Starfið er fyrst og fremst meðal munaðarlausra og fátækra barna í Mathare dalnum sem er elsta og eitt verst stadda fátækrahverfið í Nairobi í Kenýa. Mathare fátækrahverfið er þriðja stærsta fátækrahverfi Afríku. Í Mathare búa um 800 þúsund manns í dal sem er á stærð við Fossvogsdalinn. Fólkið býr við hræðilegar aðstæður í bárujárnsskúrum án rafmagns og hreinlætisaðstöðu. Sóðaskapurinn er gríðarlegur og lyktin er ólýsanleg.
Þriðji hver fullorðinn einstaklingur er HIV smitaður. Mjög mörg börn eru því munaðarlaus, búa á götunni og ganga ekki í skóla.
Hverfið hefur hvorki rafmagn né rennandi vatn og skolpið rennur ofanjarðar. Munaðarlaus börn eru fjölmörg og gríðarleg neyð víða. Þórunn Helgadóttir stýrir starfinu í Kenýa og hefur þegar komið upp heimavistum og skóla."

Þórunn og nokkrir starfsmenn með henni, sóttu okkur á hótelið og keyrðu okkur beint í eitt stærsta "slömmið" eins og hún kallaði það. Það var hreint ólýsanleg sjón. Híbýli fólks voru kofar, ef kofa skyldi kalla, tjöslað saman úr hverju sem hendi var næst, spýtum, bárujárnsplötum, plastpokum, you name it. Við fengum að litast inn á eitt "heimilið", hjá konu nokkurri sem átti HIV smitað barn sem gengur nú í skóla hjá ABC.
Síðan lá leiðin á barnaheimili ABC og það var alveg yndislegt að sjá öll börnin. Þau eru öll svo falleg og hæfileikarík, og léku listir sínar fyrir okkur... sungu, dönsuðu, fluttu leikrit og ljóð. Svo hittum við "börnin okkar". Við Ásberg ákváðum að styrkja 4 börn í nafni fyrirtækis Ásbergs NORDIC VISITOR og Finnur og Inga völdu 8 börn til að styrkja í nafni GLITNIS sem Finnur vinnur fyrir. Það var alveg frábært að hitta börnin, og ég hlakka til að vera í sambandi við þau og fylgjast með þeim í framtíðinni.


En á öllu alvarlegri nótum, þá eru aðstæður í Kenya mjög slæmar eins og er, eftir forsetakosningarnar. Óöld ríkir í fátækrahverfunum þar sem hreysin hafa verið brennd, fólk er heimilislaust og matarlaust. Þetta er nú farið að hafa áhrif á ABC barnaheimilið því fjöldi kvenna og barna hafa flúið þangað. Starfsmenn ABC gera allt sem í þeirra valdi stendur til að reyna að gefa öllum mat, og einnig að fæða fjölskyldur barnanna í fátækrahverfunum. ABC barnahjálp hefur ekki neinn varasjóð til að mæta svona ástandi og leitar því eftir frekari aðstoð frá okkur íslendingum. Ég hvet því alla sem mögulega geta, að leggja pening inn á reikning ABC heimilisins í Kenya sem er í banka 1155-15-41415 kt. 6906881589.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter