<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 18, 2007

"Give me five" 

Var að klikkerþjálfa Gutta, núna kann hann að gefa fimm.... hann er svo klár þessi elska...

-

þriðjudagur, mars 13, 2007

Loksin loksins... ... eru kisurnar komnar til Brighton, og ekki nóg með það. Svo virðist sem vorið sé komið líka.

Ég ætla ekki einu sinni að rekja alla vandræða söguna í sambandi við flutninginn á köttunum. Í stuttu máli sagt, hef ég eytt óteljandi klukkutímum í símanum, við óteljandi fólk í 4 löndum. Ég var gráti næst annað hvert kvöld í 2-3 vikur því þetta virtist ekki ætla að ganga. Ég blandaði mömmu og pabba og meira að segja litla bró í DK í málið. Kisurnar þurftu að fara í ekki aðeins eitt flug, heldur tvö, með næturstoppi í Kaupmannahöfn.

Það var því ólýsanleg gleðistund þegar kisukrúttin voru loksins komin síðastliðið laugardagskvöld. Þau voru frekar ringluð og þreytt, en voru samt sem áður mjög hrifin af nýja klórustandinum sem ég keypti handa þeim. Táta litla svaf meira að segja í standinum fyrstu nóttina.

Daginn eftir var þungu fargi af mér létt og alveg yndislegt að horfa á kisulórurnar í eltingaleik út um alla íbúð. Sólin ákvað að skína í tilefni dagsins, og við Ásberg brugðum okkur niður á strönd sem er bara hérna rétt fyrir neðan. Þar voru allir í sólskinsskapi, og fólk að spila blak og boccia. Veðurfréttirnar um kvöldið sögðu að hitastigið hefði verið 18 gráður...mmmm....

Sem sagt allt gott að frétta héðan úr Brighton í bili ;-)


-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter