<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Taska, veski, skjóða! 

Ég get ekki farið út úr húsi án þess.

Og ég á erfitt með að láta mér nægja lítið sætt og nett veski. Ég verð að vera með helst svolítið rúmgóða tösku með vösum og rennilásum og krókum og kimum. Og yfirleitt lítur taskan ekkert svo stór út, en þegar ég byrja að týna upp úr henni þá koma ótrúlegustu hlutir í ljós. Ég er auðvitað með þessa venjulegu hluti eins og síma, seðlaveski og lykla. En hver veit nema ég lendi í neyðartilfelli og þurfi á eftirfarandi hlutum að halda: plástur, gleraugu, pennaveski, tannstönglar, eyrnalokkar, 3-4 tyggjópakkar, dagbók, hálftómur nammipoki, teygjur, handáburður, spennur, MP3 spilari, armbönd, strætókort og varasalvi. Allt þetta og stundum meira til er ég að burðast með í hvert sinn sem ég fer út fyrir hússins dyr. Jafnvel þó ég sé bara að skreppa út í sjoppu.

Og annað, ég er líka rosalega vanaföst og er yfirleitt alltaf með sömu töskuna. Það er nefnilega svo mikið vesen að vera að flytja þessa smáhluti alltaf á milli taska, best að ganga bara að því vísu. Síðastliðin 3 ár hefur rauðbrún flauelstaska verið misnotuð daginn út og daginn inn með tilheyrandi biluðum rennilási og götum í fóðrinu (sem gerði það að verkum að sumir hlutir "týndust" í nokkrar vikur í senn). Hulda vinkona hefur örugglega verið farin að vorkenna greyið töskunni, og fundist hún eiga rétt á smá hvíld í ellinni. Allavega fékk ég þessa fínu ljósbrúnu leðurtösku frá Huldunni í jólagjöf. Hún stendur sig alveg stórvel í nýja starfinu og hefur ekki enn kvartað yfir illri meðferð.

Svona get ég verið pínu sérvitur með töskurnar mínar, en þetta er örugglega algengt meðal kvenna. En svo eru til stelpur eins og hún Helga vinkona mín sem notar ekki töskur. "Ég nota bara buxnavasana." Ég rak upp stór augu og átti ekki til orð þegar ég heyrði hana segja þetta. Ég sá mig í anda vera að troða síma, seðlaveski, varasalva og öllum hinum hlutunum í vasana. Nei veistu, það getur verið að ég sé skrítin, en hún Helga mín er ennþá skrítnari.

Carrie: I'm thinking balls are to men what purses are to women. It's just a little bag, but we feel naked in public without it.


-

miðvikudagur, janúar 04, 2006

"Faaaaallin - með fjóra komma níu.." 

Muniði ekki eftir laginu?
Sem betur fer á það ekki við mig, ég stóð mig bara ágætlega, fékk 8 og get héðan í frá titlað mig sem dýralækni. Fer bara ansi vel í mig skal ég segja ykkur. Fagnaði námslokunum á þann frumlega hátt að fara í keilu með fjölskyldunni. Frekar fyndið en mjög gaman.
Næst á dagskrá : Tannlæknir

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter