<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 26, 2005

Ég hef verið klukkuð... 

...af Hafrúnu Ástu frænku minni.
Og það þýðir víst að ég eigi að skrifa 5 staðreyndir um sjálfa mig, ef ég hef skilið leikinn rétt.

NÚMER EITT:
ÉG er nammigrís, borða öll þau sætindi sem ég kemst í og meira til. Fór út í búð áðan og ætlaði að kaupa mér súkkulaðistykki með kaffinu. Ehemmmhemm.... Ég keypti mér: einn lakkrískrítarpoka, einn kexpakka, þrjú bounty, einn malacu supermix poka, einn katjes hlauppoka og einn poka með skumtoppe. Samanlagt rúm 1 kg af nammi!! (og ég er ekki á túr) Ok ég hef þá afsökun að ég er að skrifa lokaritgerðina mína og sykurinn gefur mér svo mikinn innblástur..eða þannig.

NÚMER TVÖ:
ÉG er að skrifa lokaritgerðina mína í dýralækningum núna. Á að skila henni 14.október og þarf síðan að verja hana stuttu síðar. Þannig að það er mikið að gera hjá mér núna, það skýrir bloggletina. Ritgerðin fjallar um "Small conductance Calcium activated Potassium channels in the canine heart" og það tekur of langan tíma að útskýra það eitthvað nánar núna.

NÚMER ÞRJÚ:
ÉG er komin með nýja leiguíbúð og er að fara að flytja næstu helgi!! jibbí jibbí. Frábært af því að mér yrði hent út úr núverandi íbúð í janúar. Ég bý samt áfram í snobbhverfinu Frederiksberg og ég er hæstánægð með það, ekki af því að ég sé svo snobbuð, heldur af því að þetta er svo miðsvæðis. Og nú verð ég með svalir!!

NÚMER FJÖGUR:
ÉG hef búið í Danmörku síðastliðin sex ár og er mjög ánægð með að búa hér. Kaupmannahöfn er yndisleg borg og Danir eru skemmtilegt fólk. Ég hef oft haldið því fram að ég ætli aldrei að flytja til Íslands aftur þrátt fyrir að ég sakni vina og vandamanna. Planið var að finna mér útlenskan mann og eignast hálfíslensk börn. Ekki er víst að það plan gangi eftir.

NÚMER FIMM:
ÉG er ástfangin!! Ég þurfti ekki að leita lengra en í Vesturbæinn til að finna einhvern sem heillaði mig alveg upp úr skónum. Nú eru kjaftasögurnar örugglega komnar á kreik því umræddur drengur er gamall skólabróðir minn úr Hagaskóla. Við erum búin að vera saman í 3 mánuði núna, og erum að prófa þetta long-distance kjaftæði, sem hefur gengið ágætlega hingað til því hann er svo duglegur að heimsækja mig.

Þetta voru sem sagt 5 staðreyndir um mig og mitt líf þessa stundina. Í eltingaleik í gamladaga klukkaði maður bara einn, þannig að ég nenni ekkert að klukka 5 manneskjur eins og maður á víst að gera.
Ég ætla að klukka Aldísi Rún, og vona bara að hún lesi þetta.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter