<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 06, 2003

Skamm skamm slæma stelpa. Hef ekki skrifað í langan tíma og hef fengið ófáar athugasemdir vegna þess. Gestabókin er heldur ekki komin í gagnið aftur, og flestir líklega hættir að kíkja á heimasíðuna mína af því að hún er aldrei uppfærð. Og það sem meira er, ég tilkynni hérmeð að ég skrifa líklega ekkert fyrr en eftir áramót því ég er á fullu í próflestri til 7.janúar og þarf að kveðja Mikkel 9.janúar. En eftir það ætti ég að hafa tíma til að skrifa. Sem sagt, áramótaheitið mitt er að blogga oftar, svo þið kæru lesendur gefist ekki alveg upp á mér. En fram að því getið þið bara sleppt því að athuga hvort ég sé búin að skrifa.

Ég get svo sem sagt ykkur að við Mikkel höfum bæði upplifað okkar 5 mínútna frægð. Mikkel er búinn að fá vinnu í Bandaríkjunum og verður í heilt ár (já hræðilega sorglegt), og hann fékk styrk til fararinnar frá engum öðrum en prins Jóakim og Alexöndru prinsessu. Í tilefni þess hitti hann þau á Amalíuborg til að spjalla og fá ávísun upp á 35.000 dkr. Ég er alveg að springa úr stolti - kærastinn minn að drekka kampavín með kóngafólkinu!!! Þið getið séð myndir af honum (og hinum styrkþegunum) á þessari heimasíðu. Þið þekkið Mikkel á því að hann er algjör risi miðað við hina.

Ég birtist í opnuviðtali í hinu virta tímariti Séð og Heyrt ásamt Huldu og Sunnu af því að við erum íslenskir dýralæknanemar í Danmörku. Fyrirsögnin var "Dýravinir í húð og hár", og ég geri ráð fyrir því að allir lesi Séð og Heyrt reglulega þannið að nú er ég fræg á Íslandi. Ef svo "ólíklega" skyldi vilja til að þú lesir ekki Séð og Heyrt reglulega, þá er ég víst of seint á ferðinni með fréttirnar því ég held að tölublaðið sé ekki lengur til sölu í sjoppunum, sorrý.

En bráðum koma blessuð jólin og ég kem heim 19. desember og verð fram yfir áramót aldrei þessu vant. Þarf reyndar að læra fyrir próf í jólafríinu en kem líklega aftur til Íslands í janúar og held upp á 25 ára afmælið mitt, vei vei.

Sjáumst......

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter