<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Rottan sem ég sá vappa fyrir utan skólann í gær á víst heima hér. Mikkel (kærastinn minn) hefur séð hana nokkrum sinnum. Ætli hún finni á sér að nemendur skólans séu dýravinir þannig að hún spásserar óhrædd um skólasvæðið? Já sem betur fer er enginn hér sem sendir meindýraeyðinn á allt sem líkist rottu....þá væri greyið hundurinn minn í hættu!!

-

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Jæja, þá er ég farin að blogga eins og aðrir. En af hverju í ósköpunum þurfti ég að byrja á því núna? Tja, kannski af því að ég á að vera að læra fyrir próf. Allt í einu fannst mér blogg meira spennandi en matvælafræði og fiskisjúkdómar...... Já já ha ha, nú spyrðu eflaust "kemur fólk með gullfiskana sína til dýralæknis?" og svarið er ég veit það ekki. Ég held að það sem ég á að vera að læra um núna eru sjúkdómar í fiskeldis-fiski. En ég veit það ekki ennþá, er ekki komin með bókina og les bara um matareitranir í augnablikinu. Vissir þú að bakterían Bacillus olli 47% af matareitrunum á Íslandi (1985-1992) á meðan í flestum öðrum löndum var Bacillus ástæðan í 0,7-5% tillfella. Áhugavert ekki satt!!

Mig langaði bara að deila svolitlu með ykkur. Ekki gefa börnum yngri en 1 árs hunang........Af hverju ekki? Af sömu ástæðu og að við eigum ekki að borða mat úr beigluðum dósum eins og Vilhelmína ítrekaði í sífellu forðum daga í MR. Sjúkdómurinn Botulismi er ástæðan sem veldur lömun og e.t.v. dauða. Jahá passiði ykkur á bakteríunum!

Ef þér finnst bloggið mitt vera að verða of fræðilegt (og leiðinlegt) skelltu þér þá á blogg uppáhalds frænku minnar Sólrúnar. Hún er obboslega fyndin.

Hey ég sá stóra rottu hlaupa framhjá glugganum, oj bara.........en samt soldið sæt....

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter